Versla
  • Seamless Basic

    febrúar 03, 2022 1 mínútur að lesa

     

    Við höfum tekið inn nýtt merki sem heitir Seamless Basic. Seamless Basic er hið fullkomna merki með nauðsynja flíkum sem eru langt frá því að vera venjulegar. Seamless Basic eru með hágæða nauðsynjavörur sem eru gerðar úr náttúrulegum efnum og eiga að endast í langan tíma.

                  

    Trine Weber Carlson stofnandi Seamless Basic trúir á framtíð þar sem fólk kaupir færri flíkur og er með virðingu fyrir náttúrunni okkar. Allar flíkurnar hennar eru gerðar úr vistvænum efnum sem eru auðveld í endurvinnslu. Flíkurnar eru úr merino ull, endurunnu silki, mulberry silki og 100% bómull.
     
    Seamless Basic er með “one-size” concept sem þýðir að flíkurnar eiga að teygjast og aðlagast kvenlegum líkama og línum. Þetta er hugsað einnig til að gefa konum sjálfsöryggi sama í hvaða stærð þær eru.
     


    Vörurnar eru aldrei úr tísku og aldrei uppseldar.  Úrvalið núna inniheldur stutta og síða hlýraboli og stutta og síða langermaboli. Fullkomnir bolir til að blanda við hvað sem er, layer-a og faðma líkamann.
     

    Við elskum þetta merki og erum vissar að þið munið gera það líka.
    Kíktu á úrvalið hér