Pre-loved

FOU22 PRE-LOVED

Er einstakt fyrirbæri sem engar aðrar verslanir hafa boðið uppá. Þegar verslað er vöru hjá FOU22 merkt með  býðst möguleikinn á að senda vöruna tilbaka til okkar innan 12 mánaða, ef varan er í ágætu standi. Við sendum þér inneign fyrir 40% af því verði sem upprunalega var borgað.

Nú getur þú verslað nýja eða notaða vöru á FOU22. Við tökum upprunalegu vöruna, hreinsum, gufum, gefum henni nýtt líf og seljum hana aftur á sanngjörnu verði á FOU22 undir Pre-loved vöruflokknum. 

 

KOSTIR

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að nýta sér FOU22 Pre-loved konseptið. Þetta er umhverfisvæn lausn og mun einfaldari en ef kúnninn ætlar sjálfur að selja notaða vöru á netinu. Við erum búnar að kynna okkur sölu notaðra tískuvara á netinu og í langflestum tilvikum er kúnninn að fá 20-40% upprunalegs verðs, eða varan selst ekki.

Einnig þekkjum við af eigin reynslu hversu umfangsmikið verkefni það er að selja notaða flík á netinu. Margir kaupendur hafa ótal spurningar, biðja um mál, auka myndir, vilja mæla sér móts, prútta um verðið og svo framvegis. Einnig eru kostir fyrir kúnnan að kaupa Pre-Loved vörur frá okkur fram fyrir aðra miðla sem selja notaðan fatnað. Við sjáum til þess að varan sé í góðu standi.

Takmörkun er fyrir hversu mikið notuð varan er, og við sendum allar vörur í hreinsun áður en hún er sett í sölu aftur. Einnig fær kúnninn sömu verslunarupplifun sem fæst við að kaupa nýjar vörur. Fagleg kaup, öryggi, kvittun og sama aðhlynning að umbúðum eins og keypt væri glæný vara.