Um okkur

FOU22

Við, mágkonurnar Diljá & Elín, höfum alltaf verið duglegar að deila draumum og hugmyndum með hvor annarri og FOU22 hugmyndin kviknaði einmitt í einu slíku samtali. Elín hefur unnið við sölu- og markaðsmál fyrir fataiðnaðinn í Danmörku síðastliðin 12 ár og unnið með mörg vel þekkt skandinavísk og alþjóðleg fatamerki. Elínu hefur alltaf dreymt um að reka sína eigin fataverslun.

Diljá er einnig mikil tískuáhugakona og er með bæði menntun og víðtæka reynslu í markaðsmálum. Hún er drífandi karakter sem þarf helst að vera með öll járnin í eldinum í einu. Báðar erum við sjálfstæðar og kraftmiklar hrútakonur og þegar drifkrafturinn sem í okkur býr er lagður saman þá gerist alltaf eitthvað ótrúlega skemmtilegt og spennandi.

Í tískuheiminum hefur lengi viðgengist að nýjar vörur séu hugsaðar til sem markaðsvörur til skamms tíma með mikilli álagningu og síðan eru þær komnar á útsölu áður en kaupendur hafa snúið sér við. Í dag kallar markaðurinn í auknum mæli eftir gæðavöru – fatnaði sem endist lengur og er tengdari nærumhverfinu eða slow-fashion og endurspegla sjálfsmynd einstaklingsins.

Netverslunin okkar er einmitt hugsuð til þess að ná til kvenna sem aðhyllast þessa stefnu – kvenna sem hugsa um flík í margfeldi notagildisins og vilja eiga þann kost að geta nýtt, tekið til í fataskápnum, selt og endurnýtt flíkur annarra.