Versla
 • Algengar spurningar

  Vörur eru póstlagðar samdægurs eða daginn eftir á virkum dögum, nema annað sé tekið fram á heimasíðunni.

  Við bjóðum upp á fría heimsendingu ef verslað fyrir meira en 10.000 kr.

  Ef þú villt hætta við pöntun getur þú haft samband við okkur með því að senda okkur skilaboð á fou22@fou22.is. Við munum svara þér eins fljótt og unnt er. Ef varan er þegar farin af stað, getur þú skilað henni ónotaðri innan 30 daga frá kaupum.

  Já hægt er að sækja pantanir til okkar í Skipholti 25, 101 Reykjavík. Opið mánudag til föstudags frá 11:00 til 17:00 og laugardaga frá 12:00 til 16:00.

  Því miður getum við sem stendur ekki boðið viðskiptavinum að koma til okkar til þess að máta en vonandi verður það hægt fljótlega.

  Það er hægt að skila ónotaðri vöru til okkar séu ekki liðnir meira en 30 dagar frá kaupum. Sé vöru skilað innan 7 daga er boðið upp á endurgreiðslu en annars inneign innan 30 daga. Viljir þú skila vöru, hafðu endilega samband við okkur sem fyrst með því að senda okkur skilaboð á fou22@fou22.is

  Það má skipta ónotaðri vöru í aðra stærð eða í aðra vöru séu ekki liðnir meira en 30 dagar frá kaupum. Viljir þú skipta vöru, hafðu endilega samband við okkur sem fyrst með því að senda okkur skilaboð á fou22@fou22.is

  Ef þú færð gallaða vöru, máttu endilega hafa samband við okkur sem fyrst á fou22@fou22.is. Gott væri að fá senda mynd og útskýringu á gallanum og við sendum þér annaðhvort nýja vöru eða endurgreiðum þér hana.

  Í Pre-Loved getur þú selt vörur sem þú hefur keypt hjá FOU22 og merktar eru með þar tilgerðu merki. Á kvittuninni kemur einnig fram hvort varan uppfylli skilyrði fyrir endursölu á Pre-Loved. Sé svo, sendir þú vöruna til okkar ásamt kvittuninni og færð 40% til baka af upphaflegu verði. Hér getur þú lesið meira um ferlið. Pre-loved

  Þú getur sent okkur vöruna með pósti. Póstsendingin er á eigin kostnað og ábyrgð. Þú getur líka sent okkur skilaboð á FOU22@FOU22.is og við getum mælt okkur mót við þig á höfuðborgarsvæðinu.

  Eftir að við höfum móttekið vöruna og metið hana endursöluhæfa, munum við senda þér inneignarkóða sem nemur 40% af upprunalegu verði í tölvupósti innan þriggja daga frá móttöku.