Trylltur hátíðarkjóll sem er tilvalinn á árshátið, jólahlaðborð eða um áramót. Kjóllinn er stuttur og með V hálsmáli. Sniðið er beint og laust. Hann er skreyttur flottum silfurlituðum pallíettum í mismunandi stærðum. Við elskum líka að stílesera þennan kjól yfir gallabuxur eða við há stígvél fyrir hrátt lúkk.